Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. júní 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eldsvoði í sumarbústað

Lögregla ásamt slökkviliðinu á Akureyri og Grenivík fengu tilkynningu um eld í sumarbústað á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi laust upp úr kl. 08:30 í morgun. Er viðbragðsaðila bar að var bústaðurinn alelda en tvennt var í bústaðnum þegar eldurinn kom upp, hjón á níræðis aldri. Konan lést í eldsvoðanum en maðurinn var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahús Akureyrar. Búið er að slökkva eldinn og eru eldsupptök ókunn en lögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins. Ekki er unnt að birta nafn konunnar að svo stöddu.