Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. desember 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eldsvoði á Ísafirði þann 5. desember sl., framhaldsfréttatilkynning.

Eins og fram kom í fjölmiðlum í gær varð eldur laus í íbúð að Aðalstræti 25 á Ísafirði. Fullorðinn karlmaður var í íbúðinni þegar eldurinn braust út og komu reykkafarar slökkviliðsins að honum látnum þar inni. Hann átti heima í umræddri íbúð.

Eldsupptök eru enn ókunn. Lögreglan á Ísafirði hefur vaktað brunavettvang síðan slökkvistarfi lauk í gærkveldi. Aðstoð hefur verið fengin frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík við vettvangsrannsókn, sem hefst um hádegisbilið í dag. Að henni munu standa rannsóknarlögreglumaður á Ísafirði og tveir rannsóknarlögreglumenn tæknideildar lögr. í Rvík, eins og áður sagði.

Lögreglan mun senda frá sér fréttatilkynningu þegar málsatvik skýrast betur.

Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hét Magni Viðar Torfason. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn, 11 og 13 ára.