Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. desember 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eldsupptök upplýst, framhaldsfréttatilkynning.

Upplýst eldsupptök vegna eldsvoðans sem varð mánudaginn 5. desember sl. að Aðalstræti 25 á Ísafirði.

Lögreglan á Ísafirði, með aðstoð tveggja lögreglumanna úr Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík, hefur nú lokið rannsókn á eldsupptökum. Niðurstaða hennar er að eldurinn kom upp í tauklæddum stól í stofu, út frá opnum eldi. Eins og áður hefur fram komið lést einn maður í eldsvoðanum. Hann fannst í stofunni, skammt frá eldsupptakastaðnum. Réttarkrufning hefur farið fram og kom í ljós að maðurinn hafði látist af völdum reyksins sem myndaðist við eldsvoðann.