17. október 2012
17. október 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Eldsupptök í Laugardal í Ísafjarðardjúpi óupplýst.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft til rannsóknar upptök eldsins sem kviknaði í gróðri í Laugardal í Ísafjarðardjúpi þann 3. ágúst sl. Nokkrar ábendingar bárust lögreglunni um mannaferðir og þá sem taldir voru bera ábyrgð á brunanum. Lögreglan hefur unnið úr þessum vísbendingum öllum. Ekkert liggur fyrir um hver beri ábyrgð á því sem þarna gerðist.
Telji einhver sig búa yfir frekari upplýsingum sem geti varpað ljósi á málið er sá hinn sami hvattur til þess að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum, í síma 450 3730.