23. júní 2023
23. júní 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ekki verður hægt að taka inn nýjar beiðnir vegna heimahjúkrunar á Akureyri til 15. ágúst.
Vegna álags og skorts á starfsfólki verður ekki hægt að taka inn fleiri nýjar beiðnir vegna heimahjúkrunar hjá HSN á Akureyri til 15. ágúst. Þjónusta heimahjúkrunar er að öðru leyti óbreytt.

Vakin er athygli á að laus eru störf hjúkrunarfræðings og sjúkraliða í heimahjúkrun á Akureyri, nánari upplýsingar um störfin er að finna undir laus störf. Þar er einnig hægt að senda inn almenna umsókn, til dæmis vegna sumarafleysinga.