Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. mars 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ekki grunur um refsiverða háttsemi.

Ekki er talið að andlát manns í Þingholtunum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um snemma í gærmorgun hafi borið að með þeim hætti að grunur leiki á um refsiverða háttsemi. Lögreglan hefur rannsakað málið frá því að það kom upp. Mennirnir tveir sem voru handteknir á staðnum hafa nú verið yfirheyrðir og er það mat lögreglu að þeir hafi ekki átt þátt í dauða mannsins. Þeim hefur verið sleppt úr haldi.