8. janúar 2013
8. janúar 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ekki borgunarmaður
Karl um fertugt var fjarlægður af veitingahúsi í Reykjavík í gærkvöld, en sá reyndist ekki vera borgunarmaður fyrir veitingunum þegar komið var með reikninginn. Lögreglan var þá kölluð til en hún kannaðist vel við kauða. Maðurinn hefur margsinnis áður komið við sögu hjá lögreglu vegna sambærilegra mála.