16. desember 2014
16. desember 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ekkert ferðaveður
Mjög hvasst er nú á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningur og lélegt skyggni og hefur verið lokað fyrir umferð um Kjalarnes. Sama gildir um umferð frá borginni og austur fyrir fjall, en lokað er fyrir umferð um Suðurlandsveg.
Höfuðborgarsvæðið – veðurhorfur næsta sólarhringinn
Vaxandi suðaustanátt og snjókoma, 15-23 m/s nálægt hádegi. Slydda eða rigning og hlánar síðdegis. Hægari um tíma í kvöld, síðan suðvestan 15-23 og éljagangur. Dregur úr vindi á morgun, suðvestan 8-13 síðdegis. Hiti nálægt frostmarki.Heimild: Veðurstofa Íslands