Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. apríl 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ekið á tvo drengi

Ekið var á tvo drengi í gær en báðir sluppu með minniháttar meiðsli. Annar var á leið í skóla í Garðabæ en hinn í Hafnarfirði. Báðir drengirnir eru 9 ára en sá á fyrrnefnda staðnum var á reiðhjóli þegar óhappið varð. Hann var með hjálm á höfði og það er talið hafa bjargað miklu.

Tuttugu og þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og annar fyrir aka undir áhrifum lyfja. Tíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur.