Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. október 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ekið á hæðarslá og stungið af.

Einhvern tímann frá því í gærkvöldi (11.10.) fram til hádegis í dag hefur verið ekið á hæðarslá sem er við Bolungarvíkurgöng, Hnífsdalsmegin. Ökumaður sá sem á slána ók stakk af frá vettvangi án þess að tilkynna um tjónið til lögreglu eða Vegagerðar, sem honum þó ber að gera lögum samkvæmt. Sláin er mikið skemmd. Allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um atvik þetta er bent á að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450 3731.