Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. október 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ekið á dreng á reiðhjóli í Skarðshlíð

Rétt yfir klukkan 18:00 í kvöld þá var tilkynnt um umferðarslys á Skarðshlíð við Höfðahlíð. Þar hafði verið ekið á dreng á reiðhjóli, með þeim afleiðingum um að hann féll í götuna. Drengurinn var bólginn í framan og fann eitthvað til í hendi og baki. Drengurinn hafði hjólað af Höfðahlíð og inn á Skarðshlíð í veg fyrir bifreiðina. Drengurinn var með hjálm sem bjargaði miklu. Drengurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.