14. október 2011
14. október 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Einn sviptur ökuréttindum í Árbæ
Ölvaður ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í hádeginu en um var að ræða karl á þrítugsaldri, sem lögreglan hafði afskipti af í Árbæ. Síðdegis var kona á sextugsaldri færð á lögreglustöð eftir umferðaróhapp í Garðabæ en grunur lék á að hún væri undir áhrifum lyfja.