Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. júlí 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Einn sviptur ökuréttindum á Digranesvegi í Kópavogi

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í morgun, en viðkomandi var staðinn að hraðakstri á Digranesvegi við Skólatröð í Kópavogi. Um var að ræða konu á fertugsaldri, en bíll hennar mældist á 65 km hraða á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 30. Þess má geta að nokkuð hefur verið kvartað undan hraðakstri á þessum stað.