16. desember 2025
16. desember 2025
Eingreiðsla greidd fyrir helgi
Alþingi samþykkti í gær frumvarp um eingreiðslu til þeirra sem hafa fengið örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri, ellilífeyri eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá TR á árinu 2025.

Tryggingastofnun leggur allt kapp á að eingreiðslan berist til þeirra sem rétt eiga á henni fyrir helgi.
Frekari upplýsingar verða birtar hér og biðjum við viðskiptavini okkar að sýna biðlund.