Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. september 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eftirvagnar í ólagi

Síðastliðinn föstudag og laugardag var haldið úti sérstöku eftirliti með eftirvögnum. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir af þeim sökum en tilgangurinn var fyrst og fremst að kanna ástand fyrrnefndra vagna. Ökumenn tóku afskiptunum almennt vel en mjög mikið vantaði upp á að búnaður eftirvagna væri í lagi.

Það voru Umferðarstofa, Vegagerðin, Frumherji og rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) sem stóðu að eftirlitinu ásamt lögreglu.

Ástand eftirvagna er æði misjafnt.