Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. nóvember 2003

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eftirlýst, stolin eða horfin ökutæki

Nú hefur verið bætt við síðu á lögregluvefinn, þar sem framvegis verða birtar upplýsingar um ökutæki sem lögreglan lýsir eftir, bæði stolin og horfin ökutæki. Þessi listi verður uppfærður þrisvar sinnum á sólarhring til að tryggja að alltaf séu birtar nýjar upplýsingar.

Lögreglan óskar eftir samstarfi við fólkið í landinu við að hafa uppi á eftirlýstum ökutækjum og vonast til að þessi nýjung geti orðið til þess að flýta fyrir að hafa uppi á þeim.

Síðuna má finna á lögregluvefnum: www.logreglan.is undir liðnum Eftirlýst, stolin eða horfin ökutæki