4. nóvember 2015
4. nóvember 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill brýna fyrir veitingamönnum að virða reglur um leyfilegan opnunartíma, en ekki má hafa opið lengur en leyfi segir til um. Þetta er nefnt sérstaklega vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem hefst í kvöld með tónleikum víðs vegar í miðborginni. Lögreglan mun halda úti sérstöku eftirliti með veitinga- og skemmtistöðum meðan á hátíðinni stendur dagana 4. – 8. nóvember.