Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. ágúst 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eftirlit með umferð á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærdag afskipti af sextán ára pilti sem hafði skotist á bifreið föður síns út í söluturn í Keflavík til að kaupa sér ís. Pilturinn var að sjálfsögðu ökuréttindalaus vegna ungs aldurs. Forráðamönnum hans var tilkynnt um atvikið og tilkynning jafnframt send til barnaverndarnefndar.

Þá hafa fimm ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum og skráningarnúmer fjarlægð af sex bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar. Loks var einn ökumaður staðinn að því að aka á nagladekkjum.