Fara beint í efnið

1. nóvember 2024

Eftirlit með ómönnuðum loftförum í nóvember

Eftirlitsmenn Fiskistofu munu  fljúga ómönnuðum loftförum til eftirlits í nóvember og viljum við minna á að allar upptökur eru skoðaðar vel og fiskur sem fer fyrir borð er tegundargreindur.

fiskistofa drónaeftirlit mynd

Fiskistofa vil því biðja sjómenn og útgerðaraðila að kynna sér vel reglur og lög um stjórn fiskveiða.

Nokkur atriði til að huga að:

  • Óhætt er að sleppa hlýra og ef hann er lífvænlegur.

  • Skylt er sleppa beinhákarli, háfi og hámeri, ef lífvænleg.

  • Heimilt er að sleppa lífvænlegri tindaskötu.

  • Sleppa á grásleppu sem fæst í  þorskfiskanet.

  • Heimilt er að sleppa lífvænlegum rauðmaga við hrognkelsaveiðar.

  • Komi lúða um borð í veiðiskip sem meðafli á umsvifalaust að sleppa lífvænlegri lúðu.

  • Við línuveiðar skal sleppa allri lúðu með því að skera á taum línunnar.

  • Við handfæra- og sjóstangaveiðar á að losa lúðu varfærnislega af krókum eða skera á lykkju slóðans áður en lúða kemur um borð.