8. september 2025
8. september 2025
Eftirlit með leigubílum á höfuðborgarsvæðinu
Um helgina fóru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn í sameiginlegt eftirlit með leigubílum í umdæminu.

Kannað var með að tilskilin leyfi væru fyrir hendi hjá á sjötta tug leigubílstjóra og að rétt væri staðið að málum. Langflestir voru með allt sitt á hreinu, en eftirlitið fór fram í miðborginni bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Í einu tilviki var málum mjög ábótavant, en þar var bifreiðin ekki skráð sem leigubifreið, engin verðskrá sýnileg og ekkert rekstrarleyfi var heldur til staðar. Þess utan var ekki að finna sýnilegar verðmerkingar í einni leigubifreið sem eftirlitið náði til um helgina.
Eftirlitinu verður framhaldið.