18. október 2016
18. október 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Eftirlit með fíkniefnaakstri
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði sl. laugardag viðurkenndi að eiga meint kannabisefni og þurrkaða sveppi sem fundust í bifreið hans. Þá var hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir vegna gruns um fíkniefnaakstur og ók einn þeirra að auki ökuréttindalaus þar sem hann hafði áður verið sviptur réttindum.