Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. apríl 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eftirlit lögreglu um páskahelgina

Um páskahelgina þetta árið má búast við að ferðalög í bústaði og annað slíkt verði með allra minnsta móti. Vegna þessa mun lögreglan leggja sérstaka áherslu á eftirlit með sumarbústaðasvæðum, þannig að húseigendur geti sofið rótt og lagt okkur öllum lið í báráttunni við COVID-19 með því að vera heimavið.

Við hvetjum einnig til virkrar nágrannavörslu, sem einnig getur verið rafræn meðal þeirra sem hafa eftirlitsmyndavélar á sumarhúsum sínum.

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar og rólegrar hátíðar.