10. febrúar 2023
10. febrúar 2023
Efling sjúkrahúsþjónustu í dreifbýli
Heilbrigðisráðherra vill efla sjúkrahúsþjónustu í dreifbýli
Heilbrigðisráðherra hefur sett á laggirnar verkefni sem miðar að því að tryggja nauðsynlega mönnun sérhæfðs starfsfólks sjúkrahúsanna í heilbrigðisumdæmum Vestfjarða og Austurlands.
Skipaður hefur verið starfshópur sem ætlað er að vinna tillögur um samvinnu og ýmsar aðgerðir til að halda úti bráðaþjónustu á fyrrnefndum svæðum.
Gaman er að segja frá því að SAk á fulltrúa í þessum hópi en það er Ragnheiður Halldórsdóttir, lyf- og öldrunarlæknir.
Sjá nánar frétt á vef Stjórnarráðsins hér að neðan:
Stjórnarráðið | Vill efla sjúkrahúsþjónustu í dreifbýli (stjornarradid.is)