Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. ágúst 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Efling samstarfs lögreglu á Norðurlöndum

Á fundi ríkislögreglustjóra Norðurlandanna í Haikko í Finnlandi sl. miðvikudag var undirritaður samningur um norræna lögreglusamvinnu. Samningurinn tekur til margvíslegrar lögreglusamvinnu svo sem varðandi gagnkvæma rannsóknaraðstoð, eftirlýsingar í öðru norrænu landi, gagnkvæm skipti á upplýsingum, sameiginlega rannsóknarhópa vegna einstakra mála og samræmingu á starfi í þriðja landi utan Norðurlandanna. Samningurinn tekur einnig til láns á búnaði milli landanna, samstarfi DVI – kennslanefndasamstarfs, þátttöku í mati í meiri háttar aðgerðum og atburðum o.fl.

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands.

Sjá má samninginn hér á íslensku og sænsku.