Fara beint í efnið

14. janúar 2024

Drónabann við Grindavík vegna eldgoss

Vegna eldgoss í nágrenni við Grindavík, og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs, hefur Samgöngustofa að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna bannað drónaflug í nágrenni við Grindavík.

Dróni

Vegna eldgoss í nágrenni við Grindavík, og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs, hefur Samgöngustofa að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna bannað drónaflug á svæði sem nær í fjögurra kílómetra radius umhverfis hnit 6352N 2224W. Bannið gildir til hádegis 17.1.2024. Undanþágubeiðnir berist samhæfingarstöð Almannavarna í netfangið info@sst.is eða í síma 831-1644.