8. júlí 2025
8. júlí 2025
Drónabann í grennd við kafbát
Vegna komu kafbáts bandaríska sjóhersins hefur Ríkislögreglustjóri óskað eftir flugbanni dróna í grennd við hann.

Bandaríski kjarnorkuknúni kafbáturinn USS Newport News verður í þjónustuheimsókn í íslenskri landhelgi til og með 14. júlí 2025. Vegna öryggisráðstafana er óheimilt að fljúga dróna innan 500 metra við kafbátinn, þar sem hann er staddur hverju sinni.
Drónabannið er sett á grundvelli d-liðar 3. gr. reglugerðar 1360/2024.