27. september 2007
27. september 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Dregur úr hraða
Dregið hefur úr hraða ökutækja sem fara um gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar, samkvæmt síðustu vöktun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brot 90 ökumanna voru mynduð á þessum stað frá mánudegi til miðvikudags nú í vikunni, eða í tvo sólarhringa. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið norður Grensásveg og yfir gatnamót Miklubrautar. Á umræddu tímabili fóru 7409 ökutæki þessa akstursleið og því ók 1% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Við síðustu vöktun var hlutfallið 2%. Þá er meðalhraði hinna brotlegu sömuleiðis minni en síðast. Nú var hann tæplega 64 km/klst en var 65 við síðustu vöktun. Að þessu sinni voru sjö ökumenn mældir á yfir 70 en sá sem hraðast ók var á 92. Þarna er 50 km hámarkshraði.