Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. apríl 2025

Dr. Luigi Lerose

Föstudaginn 9. maí kl. 10:00-12:00 flytur Dr. Luigi Lerose rannsóknardósent við University of Central Lancashire (UCLan) og fyrrum formaður Félags evrópskra táknmálskennara (ENSLT) fyrirlesturinn: Improving Sign Language - Theoretical understanding of sign linguistics; Tools to identify linguistic errors; Practice activities to minimise and ideally eliminate errors.

Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknastofu í táknmálsfræðum, sem er samstarfsvettvangur Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur í húsakynnum Samskiptamiðstöðvar að Laugavegi 166, 4. hæð. Fyrirlesturinn verður fluttur á alþjóðatáknun (IS) en verður túlkaður bæði á ensku og íslenskt táknmál.

Öll velkomin.