Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. september 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Dómsmála-og mannréttindaráðherra heimsækir embætti ríkislögreglustjóra

Ögmundur Jónasson dómsmála-og mannréttindaráðherra heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í gær ásamt embættismönnum ráðuneytisins. Yfirstjórn ríkislögreglustjóraembættisins átti fund með ráðherra um löggæslumál. Að fundi loknum kynnti ráðherra sér starfsemi embættisins og ræddi við starfsfólk.

Á myndinni er Ögmundur Jónasson ásamt Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra.