Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. júlí 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Deilt um húsaleigu á skemmtistað

Fimm manns voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í nótt og færðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík. Tildrög málsins eru þau að starfsfólk á Bóhem kallaði til lögreglu þegar mennirnir birtust á staðnum en einn úr hópnum telur sig vera eiganda húsnæðisins. Sá ber því við að húsaleiga hafi ekki verið greidd.

Lögreglan fékk ekki annað séð en að rekstraraðilar Bóhem væru með sína pappíra í lagi en það skal tekið fram að engin ummerki um ofbeldi voru sjáanleg vegna þessarar uppákomu. Mennirnir eru lausir úr haldi en rannsókn málsins heldur áfram.