Fara beint í efnið

20. júní 2023

Dagsektir vegna vanskila á VOR skýrslum

Aðilar sem stunda viðskipti með afla eiga að skila vigtar- og ráðstöfunarskýrslum (VOR skýrslum) til Fiskistofu ekki seinna en 20. hvers mánaðar vegna viðskipta með sjávarafla mánuðinn á undan.

viti

Sumarið 2022 var gerð breyting á dagsektarúrræði Fiskistofu vegna vanskila á VOR skýrslum í lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Fiskistofa hyggst nýta umrætt úrræði sé um vanskil að ræða. Því er skorað á aðila sem stunda viðskipti með afla að standa skil á skýrslum á réttum tíma til að komast hjá álagningu dagsekta.

Sjá reglugerð um skýrsluskil vegna viðskipta um afla.