26. maí 2025
26. maí 2025
Dagbjört S. Bjarnadóttir heiðruð á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Þann 15. maí sl. var aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Dagbjört S. Bjarnadóttir var þar heiðruð þar sem hún hlaut hvatningarstyrk ásamt fjórum öðrum hjúkrunarfræðingum fyrir þeirra framlag í greininni.

„Dagbjört hefur staðið vaktina sem hjúkrunarfræðingur í Mývatnssveit um áratugabil. Hún hefur mikinn áhuga á heilsu samfélagsins og vann meðal annars að innleiðingu heilsueflandi samfélags í Mývatnssveit. Dagbjört er framúrskarandi hjúkrunarfræðingur og klínískur kennari fyrir aðra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema“.
Dagbjört hefur komið að ýmsum umbótaverkefnum og má þar nefna ráðgjöf til reykleysis og reykleysissímann. Þá var hún lykilaðili í að koma á fót Akureyrarklíníkinni, greiningar- og ráðgjafamiðstöð fyrir einstaklinga með ME-sjúkdóminn eða langvarandi einkenni Covid.
Við óskum Dagbjörtu innilegra hamingjuóska með þessa verðskulduðu viðurkenningu.