3. júlí 2007
3. júlí 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Dagana 25. til 29. júní var haldið hér á landi samnorrænt námskeið fyrir samningamenn lögreglu
Ríkislögreglustjóri hafði samvinnu við bandarísku alríkislögregluna FBI um námskeiðahaldið. Leiðbeinendur á námskeiðinu komu frá FBI og var námskeiðið haldið í Lögregluskóla ríkisins. Auk íslenskra lögreglumanna tóku að þessu sinni þátt samningamenn frá lögreglunni í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.
Hérlendis er það sérsveit ríkislögreglustjóra sem starfrækir samningahóp lögreglu og hefur frá upphafi verið höfð samvinna við FBI um þjálfun lögreglumanna á þessu sviði.