5. júlí 2011
5. júlí 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Byssumaður laus úr haldi lögreglu
Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhald á manni sem handtekinn var í fyrrakvöld eftir að hafa hleypt skotum af byssu á Stokkseyri. Jafnframt var hafnað kröfu um að maðurinn sætti geðrannsókn. Málið er í rannsókn og ferð að henni lokinni til meðferðar hjá saksóknara.