6. apríl 2006
6. apríl 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Búlgari með falsað vegabréf
Tveir karlmenn sem komu með Norrönu til Seyðisfjarðar í gærmorgun hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á föstudag. Annar þeirra framvísaði fölsuðu vegabréfi við komuna til Seyðisfjarðar. Vegabréf hins mannsins er enn í rannsókn. Auk þess eru þeir grunaðir um innflutning á fíkniefnum. Málið er í rannsókn.