Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. apríl 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Búist við mannfjölda við Austurvöll í dag

Í dag hefur verið rólegt á vaktinni, enda veður gott og vorilmur í lofti. Búist er við miklum mannfjölda við Alþingi seinna í dag og verður lögreglan með vakt, og til aðstoðar við almenning á Austurvelli vegna þess. Við biðjum fólk að virða störf lögreglu enda hlutverk okkar að sjá til þess að fundafrelsi almennings sé virt og að mótmælin fari friðsamlega fram.