Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. október 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Búðaþjófar handteknir

Karl á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir að stela hangikjötslæri úr matvöruverslun í Reykjavík um miðjan dag í gær. Maðurinn stakk inn á sig hangikjötslærinu og gekk síðan út úr versluninni án þess að greiða fyrir það en þá var för hans stöðvuð. Um svipað leyti voru tvær unglingsstúlkur staðnar að hnupli í Kópavogi en þær freistuðu þess að stela snyrtivörum og skartgripum. Síðdegis var kona á fertugsaldri handtekin fyrir þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi en hún hafði troðfyllt innkaupakerru af ýmsum varningi og ekki greitt fyrir hann. Konunni tókst að komast með varninginn út á bifreiðaplan sem þarna er en þar var hún handtekin.