19. október 2009
19. október 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Brutu gegn lögreglusamþykkt
Tveir karlar og ein kona, sem öll eru um tvítugt, voru handtekin í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Þau létu afar dólgslega og reyndu að koma í veg fyrir að lögreglan gæti handtekið tvo gerendur í líkamsárásarmáli. Fór svo að fólkið var handtekið ásamt árásarmönnunum tveimur og voru þau öll flutt á lögreglustöð.