Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. janúar 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bruni – vitni óskast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna að bruna á Stýrimannastíg í Reykjavík föstudaginn 20. desember sl., en þá eyðilögðust tvær bifreiðar í eldsvoða. Tilkynning um brunann barst lögreglu klukkan 21.05 þetta sama kvöld, en um var að ræða rauðan Renault Clio RN og svartan Hyundai I10. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.