16. maí 2019
16. maí 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Bruni í Seljaskóla upplýstur
Rannsókn á bruna í Seljaskóla í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 12. maí sl. er langt komin og þrír piltar hafa játað aðild að íkveikju, sem leiddi til eldsvoða í þaki skólans. Piltarnir eru undir sjálfræðisaldri og einn þeirra undir sakhæfisaldri. Málið hefur verið unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld og heldur rannsókn málsins áfram. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar á þessu stigi.