Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. mars 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bruni í Kópavogi

Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Í gær var tæknideild lögreglu við eldsupptakarannsókn á vettvangi, en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.