Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. febrúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Bruni í iðnaðarhúsnæði við Bolafót í Njarðvík.

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Bolafót í Njarðvík í gærkvöldi. Lögreglu og Brunavörnum Suðurnesja barst tilkyning um eldinn á tólfta tímanum í gærkvöldi og stóð slökkvistarf fram eftir nóttu við afar erfiðar aðstæður vegna óveðurs. Björgunarsveitin Suðurnes aðstoðaði við slökkvistörf en mannskapur sveitarinnar var að störfum vegna óveðursins. Mikið tjón varð í brunanum og er húsið að hluta til rústir einar en þar voru veiðarfæra- og beytningaaðstaða, bílaþvottastöð og aðstaða rafverktaka.