10. apríl 2018
10. apríl 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Bruni í Garðabæ – vettvangsvinnu lögreglu lokið
Lögreglan hefur lokið vettvangsvinnu í iðnaðarhúsnæðinu við Miðhrauni 4 í Garðabæ, en eldsupptakastaður brunans sl. fimmtudag er við eldvegg í miðrými hússins í lagerrými Icewear. Fram undan er frekari vinna við rannsókn á haldlögðum gögnum og því er ekki hægt að veita upplýsingar um eldsupptök að svo stöddu. Við rannsóknina hefur lögreglan notið góðrar aðstoðar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Mannvirkjastofnunar.