Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. júní 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Brotlegir ökumenn

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af ökumanni sem reyndist vera með meint amfetamín, sem falið var í sígarettupakka. Annar ökumaður, sem lögregla hafði áður haft afskipti af reyndist einnig vera með amfetamín í fórum sínum og framvísaði hann því. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á amfetamíni, metamfetamíni og kannabis.

Þá hafa 24 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 137 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.