Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. janúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Brotist inn í sumarbústað í Vaðnesi

Í morgun, þriðjudag, var tilkynnt um innbrot í sumarbústað í Vaðnesi í Grímsnesi. Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu frá því um kl. 11:00 á sunnudag þar til um kl. 17:00 í gær, mánudag. Umsjónarmaður sumarbústaða á svæðinu veitti því athygli á eftirlitsferð sinni að búið var að spenna upp útihurð. Við nánari skoðun kom í ljós að þjófar höfðu verið á ferð sem stálu 32 tommu Philips flatskjá, og Boss hleðsluborvél. Lögreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.