13. nóvember 2021
13. nóvember 2021
Breytingar í Gagnagátt
Ný auðkenning í Gagnagáttina veldur tímabundnum erfiðleikum. Breytingarnar eru gerðar til að auka öryggi gagna í gáttinni og þeirra gagna sem sett eru í hana.
Okkur þykir miður að erfiðleikar hafa verið með nýja auðkenningu í Gagnagáttina og biðjumst við velvirðingar á því. Breytingarnar eru gerðar til að auka öryggi gagna í gáttinni og þeirra gagna sem sett eru í hana. Um er að ræða meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar og tryggja þarf fjölþætta auðkenningu og rekjanleika aðgerða í gáttinni.
Hægt er að skrá sig í gáttina með aðalnotanda reksturs eða aukanotendum fyrir starfsmenn rekstraraðila:
Aðalnotandi: hægt að nota rafræn skilríki (starfsskilríki frá Auðkenni) eða Íslykil á kt. reksturs
Aukanotandi: hægt að nota rafræn skilríki starfsmanns (t.d. í farsíma) eða Íslykil á kt. starfsmanns
Áréttað er að ekki er gerð krafa um að kaupa starfsskilríki frá Auðkenni til að nota í Gagnagáttina þar sem hægt er að skrá inn á aðalnotanda með Íslykli eða skrá inn með aukanotendum.
Ef rekstraraðilar lenda í vandræðum með að stofna aukanotendur geta forsvarsmenn rekstraraðila sent tölvupóst á hjalp@sjukra.is og tilgreint kt. þeirra starfsmenn sem eiga að fá aðgang svo og kennitölu á viðkomandi rekstri. Verður unnið hratt að leysa úr þeim málum sem við fáum send.
Við minnum svo á upplýsingasíðu um kerfi SÍ (http://status.sjukra.is) þar sem breytingar og bilanir eru kynntar.
Með bestu kveðju,
Sjúkratryggingar Íslands