17. nóvember 2020
17. nóvember 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum
Breytingar verða á sóttvarnaráðstöfunum 18. nóvember, en almennar fjöldatakmarkanir miðast þó áfram við 10 manns. Helstu breytingarnar eru annars þær að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins.