Fara beint í efnið

24. júní 2024

Breytingar á örorkulífeyriskerfinu samþykktar á Alþingi

Frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundar Inga Guðbrandssonar um breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu var samþykkt á Alþingi 22. júní. Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir m.a. að breytingarnar feli í sér "bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa." Nýtt kerfi mun taka gildi 1. september 2025.

Öll með

Nánari umfjöllun um frumvarpið og helstu breytingar sem það felur í sér má sjá hér: Öll með: Frumvarp um breytingar á örorkulífeyriskerfinu samþykkt á Alþingi.

Á vefnum Öll með: Breytingar á örorkulífeyriskerfnu má sjá nánari upplýsingar um hið nýja kerfi. Þar er m.a. upptaka af kynningarfundi, ítarleg glærukynning og fleira gagnlegt.