Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. júní 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Breytingar á lögreglustöð 4

Starfsemi lögreglustöðvar 4 verður brátt á sama stað en verkefnum á svæðinu er nú sinnt frá tveimur stöðum, lögreglustöðvunum á Völuteigi 8 í Mosfellsbæ og Krókhálsi 5b í Reykjavík. Allir rannsóknarlögreglumenn stöðvarinnar hafa haft aðsetur á Völuteignum en þeir flytja sig fljótlega um set og fá rúmgóða aðstöðu á Krókhálsi 5a. Gengið var frá leigusamningi þess efnis í gær og því verða bæði almenn löggæsla (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið staðsett í Árbæ. Undir lögreglustöð 4 heyra Árbær, Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjósarhreppur.

Davíð Atli Oddsson leigusali og Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá LRH, skrifa undir samninginn.