16. janúar 2026
16. janúar 2026
Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi 2025
Lögreglan á Austurlandi hefur tekið saman bráðabirgðatölur fyrir árið 2025 um helstu brot og verkefni.

Hegningarlagabrot eru svipuð að fjölda og síðustu ár. Það á einnig við um helstu brotaflokka eins og eignaspjöll, auðgunarbrot og ofbeldisbrot sem öll eru nærri meðalfjölda brota frá árinu 2015. Skráð kynferðisbrot eru heldur fleiri en að meðaltali frá árinu 2015 en tiltölulega fá í heildina. Þau eru samtals ellefu á síðasta ári, voru fjórtán til samanburðar árið 2022 og tólf 2024.
Skráðum umferðarlagabrotum fjölgar frá síðasta ári og eru lítið eitt fleiri en að meðaltali frá 2015. Það á og við um skráðan hraðakstur og ölvunarakstur sem er yfir meðaltali. Skráðum brotum vegna fíkniefnaaksturs fækkar frá síðasta ár en eru nærri meðaltali frá árinu 2015. Skráð brot vegna sviptingaraksturs hafa ekki verið færri frá árinu 2015.
Fjöldi skráðra fíkniefnabrota er nærri meðaltali frá árinu 2015. Umferðarslys eru heldur fleiri en að meðaltali síðustu ár.
Heimilisofbeldismálum hefur fækkað frá árinu 2020.